Sálin
Über das eBook
Ungur listamaður þjáist af nánast ólæknandi fullkomnunaráráttu. Það er sama hversu fögur verkin hans eru, hann eyðileggur þau öll, því hann er ekki ánægður með útkomuna. Dag einn á hann ferð framhjá furstahöll, og sér hina undurfögru dóttur furstans. Slíka fegurð hefur hann aldrei fyrr augum litið, hann verður óðara ástfanginn af henni og flýtir sér heim til að móta mynd hennar úr leir. Styttan af stúlkunni verður engu öðru lík. Allir dáðst að henni og ungi listamaðurinn ákveður að móta hana í marmara. Þá vill svo heppilega til að faðir hennar, furstinn, á leið hjá og festir óðara kaup á hinni fögru marmaramynd. Listamaðurinn keppist við að ljúka verkinu og færa það til furstahallarinnar og líta ástina sína augum. En óendurgoldin ást getur valdið miklum straumhvörfum, og það á ungi maðurinn eftir að reyna. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. -
Über den Autor
H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. "Sálin" er langt og margrætt ævintýri. Þar skiptast á heimspekilegar og tilvistarlegar hugrenningar um lífið og listina jafnt sem eilífðina og þær leiðir sem við veljum í lífinu. Sögumaðurinn er stjarna, sem horfir á heiminn úr fjarlægð og fylgist með tímanum ganga sína óteljandi hringi.
Produkt Details
Verlag: SAGA Egmont
Genre: Sprache - Sonstige
Sprache: ice
Umfang: 11 Seiten
Größe: 220,9 KB
ISBN: 9788726237535
Veröffentlichung: 9. November 2020