Þumalína
Über das eBook
Gamla konu dreymir um að eignast litla dóttur og þegar galdranorn útvegar henni byggkornið, sem úr skríður stúlkan Þumalína, verður hún himinsæl. Þumalína litla er ekki stærri en þumall, og unir hag sínum vel á eldhúsborði konunnar, þar sem hún leikur sér í vatnsdiski og sefur í ofurlítilli valhnetuskurn. En ekki fær anginn litli lengi að lifa eins og blómi í eggi. Hræðileg froskpadda verður hennar vör, og sér í henni ákjósanlega brúði handa syni sínum, sem bæði er ógeðfelldur og illa talandi. Paddan bregður á það ráð að nema Þumalínu á brott, með sæng og öllu saman. Þetta er þó bara upphaf þeirra hrakninga sem bíða stúlkunnar litlu, sem á eftir að flækjast um heiminn og standa frammi fyrir fleiri en einu óspennandi bónorðum. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. -
Über den Autor
H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Í "Þumalínu" fara saman fegurð og ljótleiki náttúrunnar, þar sem viðkvæmni hins smáa er í fyrirrúmi. Þumalína er tákn fyrir allar þær konur sem gefnar hafa verið í hjónaband gegn vilja sínum, en líka vonarstjarna, þar sem henni tekst að brjótast gegn örlögum sínum og snúa gæfunni sér í vil. rn
Produkt Details
Verlag: SAGA Egmont
Genre: Sprache - Sonstige
Sprache: ice
Umfang: 10 Seiten
Größe: 266,9 KB
ISBN: 9788726237887
Veröffentlichung: 11. Februar 2020